Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Stellu Blöndal, dósent í náms-og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Stella hefur sinnt rannsóknum, kennslu og stefnumótun í menntamálum um áratuga skeið og leiðir nú þátttöku Íslands í stóru alþjóðlegu verkefni, Borgarbörn, en þar er sjónum beint að menntakerfum 10 landa. Markmiðið er að skoða hvernig ólík menntakrefi hafa áhrif á námsferil og viðhorf til menntunar og skóla. Þær Sigrún ræða um íslenska menntakerfið, kosti og galla þess hversu sveigjanlegt það er, ástæðu mikils brottfalls nemenda í íslenska skólakerfinu og mikilvægi þess að skilja hvernig seigla hefur áhrif á náms- og starfsferlil ungs fólks.
Meira handa þér frá Kjarnanum