Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Guðnýju Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Guðný lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Gautaborg árið 2005 og hefur verið mjög öflug í rannsóknum á íslenskum foreldrum, fjölskyldum og fjölskyldustefnu um árabil. Þær Sigrún ræða um hvernig stuðning íslenskar fjölskyldur fá frá ríkisvaldinu, hvernig hann hefur þróast og hvernig hann er í samanburði við önnur Norðurlönd. Guðný hefur skoðað reynslu foreldra og sérstaklega feðra og segir hún okkur frá þeim rannsóknum. Og auðvitað setja þær Sigrún og Guðný hlutina í stærra samhengi, ræða tengsl félagsfræði og félagsráðgjafar sem og hvað fjölskyldufélagsfræði er og af hverju það er mikilvægt að skilja og rannsaka fjölskylduna sem eina grundvallarstofnun samfélagins.
Meira handa þér frá Kjarnanum