Gestur Kjartans í þætti vikunnar er Mimi Sheller, prófessor í félagsfræði við Drexel háskólann í Fíladelfíu, en hún er forsprakki kenningarlegrar stefnu sem nefnist „hreyfanleiki“. Eins og nafnið gefur til kynna skoðar stefnan hreyfanleika fólks, hluta og hugmynda og setur hann í félagslegt samhengi. Mimi er stödd á Íslandi þar sem hún hélt fyrirlestur um nýja bók sína, Mobility Justice: The Politics of Movement in an Age of Extremes. Í bókinni setur hún fram nýjar hugmyndir um hvernig hreyfanleiki getur stuðlað að sjálfbærum og réttlátum heimi.
Meira handa þér frá Kjarnanum