Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Akureyri. Hilmar gaf nýlega út bókina The Economic Crisis and its Aftermath in the Nordic and Baltic Countries: Do as we say and not as we do, en hún fjallar um
viðbrögð Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna við efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn í kringum 2008. Þar sýnir hann fram á að Norðurlöndin gerðu kröfur á þegna Eystrasaltsríkjanna sem
viðbrögð Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna við efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn í kringum 2008. Þar sýnir hann fram á að Norðurlöndin gerðu kröfur á þegna Eystrasaltsríkjanna sem
hefðu seint verið lagðar á þeirra eigin þegna og fjallar um hvernig samspil alþjóðlegra stofnana, banka og sögulegs samhengis mótar þann veruleika sem fólk í þessum löndum býr við í dag.