Hvernig skipuleggur þjóð samgöngur þegar fé er takmarkað? Mannfjöldinn er mestur á höfuðborgarsvæðinu en kílómetrarnir eru flestir utan þess. Hvaða sjónarmið eru til grundvallar þegar ákvarðanir eru teknar um útdeilingu fés til samgöngumála?
Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri er gestur hlaðvarpsins að þessu sinni og ræðir við Stefán Hrafn Jónsson um samgöngur og byggðastefnu. Samtal Stefáns og Þóroddar var tekið í framhaldi af erindi Þóroddar, Lítil þjóð í stóru landi hefur ekki efni á...“ Þjóðernishyggja, nýfrjálshyggja og byggðastefna á Íslandi, sem hann hélt við Háskóla Íslands þann 12. mars 2019.
Erindið má finna hér.