Heilbrigðismál eru Íslendingum hugleikin, og er það málefni sem toppar yfirleitt listann yfir hvað okkur þykir mikilvægast. Þó svo að við teljum að alltaf megi gera betur erum við þrátt fyrir allt nokkuð ánægð með íslenska heilbrigðisþjónustu, enda erum við líkamlega hraust og langlíf þjóð. En er þessari góðu heilsu dreift jafnt á alla hópa? Og ef ekki, hvaða hópar eru það sem dragast aftur úr?
Í lok maí var haldið málþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, félagsmálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins, sem velti einmitt upp spurningum um heilsuójöfnuð á norðurlöndunum. Tveir af aðal fyrirlesurunum voru Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við háskóla íslands, og Jason Beckfield, prófessor í félagsfræði við Harvard. Þau Sigrún og Jason eru gestir Kjartans í síðasta þætti fyrir sumarfrí.