Einkareknir fjölmiðlar hafa lengi kvartað undan auglýsingatekjum RÚV, og nú hefur mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, opnað fyrir umræðu um mögulegt brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði. Ef úr verður, þá horfum við fram miklar breytingar á landslagi íslenskra fjölmiðla. En hvað þýðir þetta fyrir íslenskan fjölmiðlamarkað? Er ráðherra einfaldlega að bregðast við öðrum breytingum á markaðnum, svo sem tilkomu stafrænna miðla, eða kemur fleira til? Og hvað verður um þessar auglýsingatekjur sem færast frá RÚV? Getum við gengið að því vísu að þær renni sjálfkrafa til íslenskra fjölmiðla?
Gestur Kjartans er Þorbjörn Broddason, prófessor emerítus í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þorbjörn hefur stundað rannsóknir á íslenskum fjölmiðlum um áratuga skeið og fara þeir Kjartan yfir stöðuna á fjölmiðlamarkaðnum.