Síðastliðið sumar tók Sigrún þátt í ráðstefnu Council of European Studies í Madrid og náði að setjast niður með Juliu Lynch, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Pennsylvaníu. Í rannsóknum sínum hefur Julia beint sjónum að Evrópu og hefur sérstaklega skoðað stefnumótun í heilbrigðismálum, ójöfnuð í heilsu, breytingar á stjórnmálaflokkum, og stjórnmál í Suður Evrópu. Nýlega kom út bók hennar, Regimes of Inequality: The Political Economy of Health and Wealth hjá Cambridge University Press. Julia er einnig ritstjóri tímaritsins Socio-Economic Review, en það er þverfaglegt tímarit sem skoðar efnahagmál og samfélagið.
Meira handa þér frá Kjarnanum