Í hlaðvarpi vikunnar spjallaði Sigrún við Rannveigu Sigurvinsdóttur, lektor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Rannveig lauk doktorsprófi í samfélagssálfræði frá Háskólanum í Illinois árið 2016 og kom heim í kjölfarið og hóf störf hjá HR. Í rannsóknum sínum hefur Rannveig meðal annars skoðað hvað gerist þegar þolendur segja frá kynferðisofbeldi, þar sem hún hefur sýnt fram á að neikvæð viðbrögð annarra geta haft mjög skaðleg áhrif á líðan og möguleika þess að vinna úr áfallinu. Hún stýrir um þessar mundir stórri rannsókn um geðheilsu karla og kvenna á Íslandi og beinir þar sérstaklega sjónum að hvernig streita og áföll hafa áhrif á geðheilsu. Ásamt því að ræða sérstaklega um þessa rannsókn, þá ræða þær Sigrún um rannsóknir Rannveigar almennt, námsár hennar í Bandaríkjunum og hvernig sjónarhorn samfélagssálfræðinnar er ólíkt hinu hefðbunda sjónarhorni sálfræðinnar.
Meira handa þér frá Kjarnanum