Í haust hefur Sigrún verið í rannsóknarleyfi í Konstanz í Þýskalandi sem er kjörið tækifæri til að fræðast um þýska félagsfræði og samfélag. Að þessu sinni spjallar hún við Sebastian Koos, lektor í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja í deild stjórnmála og opinberrar stjórnsýslu við Háskólann í Konstanz. Rannsóknir hans eru innan félagsfræði efnahagslífsins og hefur hann til að mynda skoðað samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, sjálfbæra og siðferðislega neysluhyggju og hið siðræna hagkerfi kapítalismans. Nýjustu rannsóknir hans hafa beinst að einni mikilvægustu áskorun okkar tíma sem eru loftslagsmálin og þar hefur hann sérstaklega skoðað þátt Gretu Thunberg og loftslagsverkföll ungu kynslóðarinnar. Sebastian hefur rannsakað viðfangsefnið, bæði með að leggja kannanir fyrir nemendur í Þýskalandi og í Sviss og með að safna gögnum á vettvangi verkfallanna. Tilgangurinn er meðal annars að taka þátt í opinberri umræðu og stefnumótun um þá ógn sem flest vísindafólk er sammála um að við stöndum frammi fyrir.
Meira handa þér frá Kjarnanum