Þessa vikuna settist Sigrún niður með Nadine Reibling en hún stýrir stóru rannsóknarverkefni um sjúkdómsvæðingu við Háskólann í Siegen í Þýsklandi. Nadine lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Mannheim árið 2014, en Sigrún sat einmitt í doktorsnefndinni hennar. Á námsárunum var Nadine Harkness fræðimaður í heilbrigðisstefnu við Harvard háskólann í Bandaríkjunum og hún hóf síðan störf í Siegen að loknu doktorsprófi. Í rannsóknum sínum hefur Nadine skoðað heilbrigðiskerfi og ójöfnuð í heilsu, ásamt sjúkdómsvæðingu og ræða þær Sigrún almennt um rannsóknir hennar, ásamt því að reyna að svara þeirri erfiðu spurningu: hvernig skiptir heilbrigðiskerfið máli fyrir heilsu okkar og sérstaklega ójöfnuð í heilsu.
Meira handa þér frá Kjarnanum