Fólksflutningar eru eitt af stóru viðfangsefnum samtímans, og ráðamenn um hin vestræna heim eiga fullt í fangi með að móta opinbera stefnu um þetta málefni. Almenningsálitið er ekki alltaf innflytjendum í hag, á meðan að vinnumarkaðurinn gerir kröfu um auðvelt aðgengi að vinnuafli. Rétt eins og í öðrum vestrænum ríkjum standa Íslenskir stefnumótendur standa frammi fyrir þessum áskorunum og enn sem komið er er mörgum spurningum ósvarað. Til að varpa ljósi á þetta málefni stóð öndvegisverkefnið Hreyfanleiki og þverþjóðleiki á Íslandi fyrir lykilviðburði á Þjóðarspeglinum í vikunni sem leið. Aðalfyrirlesari var Hein de Haas, prófessor í félagsfræði við háskólann í Amsterdam og einn helsti sérfræðingur heims í þessum efnum. Í þættinum ræða þeir Kjartan saman um hvað sé satt og hvað sé logið varðandi fólkflutninga samtímans.
Meira handa þér frá Kjarnanum