Í hlaðvarpi vikunnar sest Sigrún niður með Tim Bartley, prófessor í félagsfræði við Washington háskóla í St. Louis í Bandaríkjunum. Rannsóknir hans eru á sviði félagfræði efnahagslífsins, félagslegra hreyfinga, vinnufélagsfræði, ójöfnuðar og stefnumótun. Nýlega kom út bók hans, Rules without Rights: Land, Labor, and Private Authority in the Global Economy hjá Oxford University Press en í henni beinir Tim sjónum sínum að alþjóðlegum reglugerðum um sjálfbæra skógrækt og réttláta vinnulöggjöf í Kína og Indónesíu. Hann segir Sigrúnu frá rannsóknum sínum þar sem og öðrum rannsóknum sem hann hefur unnið að undanfarna áratugi.
Meira handa þér frá Kjarnanum