Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Christi Smith en hún vinnur við Washington háskólann í St. Louis í Bandaríkjunum. Hún lauk doktorsprófi frá Indiana háskólanum í Bandaríkjunum árið 2012, hefur kennt við Oberlin College og var nýdoktor við Ohio State University áður en hún hélt til St. Louis. Árið 2016 kom út fyrsta bókin hennar, Reparation and Reconciliation: The Rise and Fall of Integrated Higher Education, en þar skoðaði hún sérstaklega hvernig ákveðnir skólar í Bandaríkjunum á 19. öld byrjuðu að kenna svörtum og hvítum, körlum og konum, saman en fram að því hafði aðskilnaðarstefna viðgengist. Hún segir Sigrúnu frá rannsóknum sínum, sem og bandaríska menntakerfinu og ójöfnuði í bandarísku samfélagi.
Meira handa þér frá Kjarnanum