Gestur Sigrúnar þessa vikuna er Valerio Bacak en hann er lektor í afbrotafræði við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum. Sigrún hitti á Valerio í Hamburg en hann dvelur þessa önnina við rannsóknir í Berlín. Rannsóknir hans eru á sviðum afbrotafræði og heilsufélagsfræði og hefur hann sérstaklega skoðað áhrif fangelsisvistar á heilsu, sem og hvort að það að vera stoppaður af lögreglunni hafi áhrif á heilsu Evrópubúa. Hann segir Sigrúnu frá rannsóknum sínum og ræðir um að alast upp í Króatíu á tíunda áratug síðustu aldar og að halda þaðan í framhaldsnám fyrst í Bretlandi og svo í Bandaríkjunum.
Meira handa þér frá Kjarnanum