Samtal við samfélagið – Samfélagsleg áhrif heimsfaraldurs

Það er um fátt annað talað á Íslandi, eða raun­inni í heim­in­um, heldur en Covid-19. Hin líf­fræði­lega ógn er aug­ljós, heilsu og lífi fólks er ógn­að, en heims­far­aldrar eins og þessi hafa einnig djúpar sam­fé­lags­leg­ar, stjórn­mála­legar og efna­hags­legar afleið­ing­ar. Þar sem fátt annað er í boði á þessum for­dæma­lausu tímum notar Sig­rún tækn­ina í hlað­varpi vik­unnar og spjallar við Alex­andre White, lektor í félags­fræði og sögu lækna­vís­ind­anna við John Hop­k­ins háskól­ann í Baltimor­e. Hann lauk dokt­ors­námi frá Boston háskól­anum árið 2018 og svo skemmti­lega vill til að Sig­rún sat einmitt í dokt­ors­nefnd hans. Rann­sóknir hans snúa að heims­f­ar­öldrum en hann vinnur núna að bók sem byggir á dokt­ors­rit­gerð hans sem að bar heitið „Ep­idemic Ori­ental­ism: Social Construct­ion and the Global Mana­gement of Infect­i­ous Dise­a­se” en þar beinir hann sjónum að því hvernig skil­grein­ingar og við­brögð við heims­f­ar­öldrum eru félags­lega sköpuð og end­ur­spegla oft hina sögu­legu valda­stöðu vest­rænna sam­fé­laga gagn­vart öðrum lönd­um. Þau Sig­rún ræða stöð­una í Banda­ríkj­unum og setja þá vá sem að nú steðjar að heim­inum í félags­fræði­legt sam­hengi.

Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021