Ísland eignaðist á dögunum nýjan doktor í félagsfræði en þann 24. apríl varði Hildur Fjóla Antonsdóttir doktorsritgerð sína „Decentring Criminal Law: Understandings of Justice by Victim-Survivors of Sexual Violance and its Implications for Different Justice Strategies“ frá Háskólanum í Lundi.
Hildur Fjóla spjallaði við Sigrúnu um námið og rannsóknir hennar og þá sérstaklega hvernig réttarstaða þolenda sé mismunandi á milli Svíþjóðar og Finnlands annars vegar og Íslands, Noregs og Danmerkur hins vegar. Þar má nefna að hér á Íslandi eru þolendur vitni í máli sínu en ekki aðili eins og í Svíþjóð og Finnlandi – sem þýðir að réttindi þeirra eru minni, upplýsingagjöf ábótavant og aðgangur að bótarétti takmarkaðri.
Ásamt því að ræða um þetta á fræðilegu nótunum spjalla þær um hvað hefur verið gert á Íslandi til að mynda varðandi skýrslu sem Hildur Fjóla vann að beiðni stýrihóps forsætirsráðuneytisins um heildstæðar úrbætur í þessum málaflokki.