Félagsfræðingafélag Íslands veitir árlega viðurkenningu fyrir framúrskarandi BA- og MA-ritgerð í félagsfræði. Að þessu sinnu voru það þær Adda Guðrún Gylfadóttir og Sóllilja Bjarnadóttir sem hlutu verðlaunin og komu þær í spjall við Sigrúnu. BA-ritgerð Öddu Guðrúnar ber heitið „Harkvinna og varnarleysi á íslenskum vinnumarkaði: Aðstæður pólsks launafólks á Íslandi“ en MA-ritgerð Sóllilju sem skrifuð var á ensku kallast „Do people behave as their family and friends? The role of social networks for pro-environmental behavior in Iceland.“
Í hlaðvarpi vikunnar fara þær yfir helstu niðurstöður sínar og gefa innsýn inn í félagsfræðilegar rannsóknir á innflytjendum og umhverfismálum. Einnig ræða þær almennt um hlutverk félagsfræðinnar og hvernig hún hefur mótað hugsun þeirra hingað til. Framtíð félagsfræðarinnar er svo sannarlega björt með þessa tvo frábæru félagsfræðinga innan borðs en báðar stefna þær á frekari prófgráður í félagsfræði.