Gestur þáttarins að þessu sinni er Julian Go, prófessor í félagsfræði við háskólann í Chicago í Bandaríkjum en Julian var hér á landi í ágúst síðastliðnum sem einn lykilfyrirlesari á ráðstefnu Norræna félagsfræðingafélagsins. Í erindi sínu fjallaði hann um hvernig kenningar í félagsvísindum mótuðust af hugmyndum þeirra sem fengu að hafa rödd í samfélaginu og vísar þá fyrst og fremst til hvítra, vestrænna karlmanna. Hann sýnir fram á að aðrar raddir voru þaggaðar, svo sem raddir kvenna og þeirra sem tilheyrðu minnihlutahópum.
Í rannsóknum sínum hefur Julian lagt áherslu á nýlendu- og síðnýlendustefnu þar sem hann hefur lagt áherslu á uppgang og afleiðingar stórveldisstefnu Bandaríkjanna. Julian er höfundur þriggja bóka og mun sú nýjasta koma út á næstunni en hún ber titilinn Policing Empires: Race, Imperialism and Militarization in the US and Great Britain, 1829-present. Í þessu fyrsta hlaðvarpi vetrarins ræða þau Sigrún og Julian um feril hans og rannsóknir.