Á morgun fer fram ráðstefna á vegum félagasamtakanna Hennar Rödd þar sem sjónum verður beint að heilsu kvenna af erlendum uppruna. Markmið samtakanna er að auka vitundarvakningu meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Sigrún fékk til sín þær Elínborgu Kolbeinsdóttur og Chanel Björk Sturludóttur, sem stofnuðu samtökin en einnig þær Randi W. Stebbins, Floru Tietgen og Nurashima Abdul Rashid en þær taka þátt í ráðstefnunni.
Í spjallinu segja þær Elínborg og Chanel Sigrúnu frá samtökunum og hugmyndinni að baki henni, Randi og Flora ræða rannsóknarverkefni sem þær taka þátt í um ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna og Nurashima segir frá reynslu sinni af íslenska heilbrigðiskerfinu og hvernig það getur þjónustað konur af erlendum uppruna betur.