Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Svölu Ragnheiðar Jóhannesardóttur, sérfræðing í skaðaminnkun.
Svala er með BA-próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands og starfar í dag sem sérfræðingur hjá Heilshugar sem er batamiðað rými með skaðaminnkandi áherslum. Þar býður Svala meðal annars upp á einstaklingmeðferð fyrir fólk sem glímir við vímuefnavanda, skaðaminnkandi ráðgjöf fyrir fólk á öllum stigum vímuefnarófsins og fræðslu og námskeið fyrir starfsfólk og almenning. Hún hefur starfað með fólki sem glímir við vímuefnavanda frá árinu 2007 og hefur stýrt ýmsum skaðaminnkunarúræðum, s.s. Frú Ragnheiði, Konukoti og tímabundnu neyðarskýli í COVID.
Þær Sigrún spjalla um þau verkefni sem Svala hefur unnið að, skaðaminnkandi hugmyndafræði og hvernig hún hefur verið innleidd á Íslandi sem og hvernig félagsfræðin hefur gagnast henni í þeim fjölbreyttu störfum sem hún hefur sinnt í meira en áratug.