Gestur vikunnar er Íris Ellenberger, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Íris lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 en í ritgerð sinni beindi hún sjónum að samfélagslegri stöðu danskra innflytjenda á Íslandi 1900-1970 og þá sérstaklega hvernig staða þeirra breytist með sjálfsstæðisbaráttu Íslendinga.
Hún hefur einnig skoðað hinsegin sagnfræði á Íslandi og meðal annars skoðað sögu félagsins Íslensk-lesbíska og hinsegir ástir kennslukvenna um 1900.
Þær Sigrún spjalla um rannsóknir hennar og ferlinn en einnig mikilvægi þess að víkka út þá söguskoðun sem hefur verið ráðandi í fræðaheiminum, en það er meðal annars hægt að gera með því að skoða heiminn út frá hinsegin fræðum.