Gestur vikunnar er Kristinn Már Ársælsson en hann lauk nýlega doktorsprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Wisconsin, Madison. Kristinn lauk BA-námi í heimspeki frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í félagsfræði frá sama skóla áður en hann flutti sig yfir til Bandaríkjanna í doktorsnám.
Helstu áherslurnar í rannsóknum hans er stjórnmálafélagsfræði með sérstaka áherslu á þær áskoranir sem lýðræðið stendur frammi fyrir og hvernig við bregðumst við þeim. Titillinn á doktorsritgerð hans endurspeglar þessar áherslur en hún bar heitið Democratic Challenges and Innovations.
Kristinn hóf störf sem lektor í hegðunarvísindum við Duke-Kunshan háskólann í Kína núna í haust en er enn staddur hér á Íslandi sökum faraldusins. Þau Sigrún ræða rannsóknir hans og dvöl í Bandaríkjunum.