Íslenska heilbrigðiskerfið hefur verið í sviðsljósinu undanfarin misseri í skugga COVID-19 heimsfaraldursins, þar sem meðal annars hefur verið rætt um of mikið álag á kerfið, undirmönnun og undirfjármögnun þess og burði kerfisins til að takast á við heimsfaraldur samhliða öðrum áskorunum. Til að ræða stöðu íslenska heilbrigðiskerfisins fékk Sigrún til sín Rúnar Vilhjálmsson, professor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands en hann er einn helsti sérfræðingur landsins í heilbrigðiskerfum og heilsufélagsfræði almennt.
Þau Sigrún fara yfir íslenska heilbrigðiskerfið, sögu þess og gerð í alþjóðlegum samanburði, ásamt því að ræða rannsóknarferil Rúnars og af hverju hið félagsfræðilega sjónarhorn er mikilvægt til að skilja heilsu og veikindi.