Gestur vikunnar er Annadís Gréta Rúdólfsdóttir, en hún er dósent í aðferðafræði rannsókna við Deild Menntunnar og Margbreytileika við Háskóla Íslands. Annadís lauk doktorsprófi í félagssálfræði frá London School of Economics and Political Science árið 1997 og hefur gengt stöðum bæði innan breska og íslenska háskólakerfisins. Rannsóknir hennar hafa einkum verið innan kynjafræði, þar sem hún hefur meðal annars skoðað sjúkdómsvæðingu meðgöngu og fæðingar, #free-the nipple byltinguna á Íslandi, og hvernig Íslendingar sjá fyrir sér kynjaða skiptingu inn á heimilunum í kjölfar COVID-19.
Annadís er einnig sérfræðingur í rannsóknaraðferðum og hefur til dæmis beitt orðræðugreiningu sem leyfir okkur að skilja betur valdastrúktúra í samfélaginu og ráðandi hugmyndir sem bitna oft á þeim sem hafa minna vald á orðræðunni. Þær Sigrún ræða um rannsóknir Önnudísar, stöðu kynjanna í íslensku samfélagi og náms- og starfsárin í Bretlandi í samanburði við íslenskan veruleika.