Afbrotavarnir vísa til aðferða til að draga úr afbrotum og áhrifum þeirra á samfélagið. Hérlendis vantar heildstæða stefnumörkun stjórnvalda í þessum málaflokki en rannsóknir sýna að ábyrgar afbrotavarnir draga úr afbrotum, auka öryggiskennd íbúa og draga úr samfélagslegum kostnaði. Afbrotavarnir voru þema ráðstefnunnar Löggæsla og samfélagið sem námsbraut í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri hélt í fjórða sinn 6. október síðastliðinn. Ráðstefnan er vettvangur þar sem fagfólk og fræðimenn reifa málefni sem tengjast löggæslu í víðri merkingu.
Guðmundur Oddsson, dósent í félagsfræði við HA, ræddi við Andrew Paul Hill, lektor og brautarstjóra námsbrautar í lögreglufræði við HA og einn skipuleggjanda ráðstefnunnar, um starfsferil Andrews, rannsóknir, ráðstefnuna Löggæsla og samfélagið og uppbyggingu grunnnáms lögreglumanna á háskólastigi hérlendis.