Gestur vikunnar er Maya Staub en hún lauk doktorsprófi í félagsfræði þann 4. febrúar 2022. Doktorsritgerð hennar bar heitið: Starfsferilsþróun doktorsmenntaðra: Rannsókn á kynjuðu samhengi fjölskyldulífs og tekna meðal doktorsmenntaðra á Íslandi, en aðalleiðbeinandi Mayu var Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði.
Í ritgerðinni sýnir Maya fram á viðvarandi kynbundin launamun á milli þeirra sem lokið hafa doktorspróf á 20 ára tímabili og er það óháð námssviði eða starfsvettvangi. Einnig kom í ljós að karlar hafa meira svigrúm en konur við tímastjórnun og eiga auðveldara með að finna jafnvægi á milli vinnu og fjölskyldulífs.
Þær Sigrún ræða um helstu niðurstöður Mayu, leið hennar inn í félagsfræðina og hvað hún er að gera þessa dagana, en hún vinnur núna hjá Vörðu sem er rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins.