Í fyrsta þætti ársins fær Sigrún til sín Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Jón Gunnar lauk doktorsprófi í fjölmiðlafræði frá Goldsmiths háskólanum í London árið 2019 en megináherslur hans voru stjórnmál, fjölmiðlar og samfélagsmiðlar.
Hann segir Sigrúnu frá doktorsverkefninu sínu en þar skoðaði hann samskipti fjölmiðlafólks og stjórnmálafólks á Íslandi, meðal annars hvernig þau fara fram í gegnum samskiptamiðla og hvernig smæð Íslands mótar samskiptin.
Þau ræða einnig um stöðu fjölmiðlafræðinnar á Íslandi og helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið á íslenskum fjölmiðlamarkaði, sem og mikilvægi fjölmiðla á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu.