Gestur vikunnar er Ársæll Már Arnarson, prófessor við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ársæll hefur stundað rannsóknir á ungu fólki, meðal annars varðandi heilsu þeirra og líðan, einelti og útiveru.
Hann stýrir tveimur stórum alþjóðlegum rannsóknum sem beina sjónum að ungu fólki, annars vegar European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) og hins vegar Health Behavior in School-Aged Children (HBSC).
Þau Sigrún fara yfir rannsóknarferil Ársæls og ræða sérstaklega um stöðu ungs fólks á Íslandi í dag.