Síðasti gestur fyrir sumarfrí er Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir en hún lauk BA-gráðu í félagsfræði frá HÍ árið 2017 og MA-gráðu í opinberri stjórnsýslu með áherslu á fjölmiðla og boðskipta árið 2020. Síðan hún útskrifaðist hefur Vigdís nýtt félagsfræðigráðuna sína á ýmsan hátt, en hún hefur meðal annars starfað hjá Umboðsmanni barna sem starfsmaður ungmennaráðs, komið að skuggakosningum framhaldsskólanna, gefið út handbók fyrir ungmennaráð sveitafélaga og skýrslu um hvað það er sem fær ungt fólk til að kjósa.
Í dag starfar Vigdís Fríða sem verkefnastjóri hjá Landvernd. Þar hefur hún meðal annars sinnt verkefninu Ungt umhverfisfréttafólk (Young Reporters for the Environment). Þær Sigrún spjalla um þessi fjölbreyttu störf, í hverju þau felast og af hverju samfélagsþátttaka ungs fólks á mismunandi vettvangi er Vigdísi Fríðu einstaklega hugleikin.