Gestur vikunnar er Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar og stefnumótunarsérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu. Hann hefur lagt mikið til umræðu og stefnumótunar í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi og byggir það m.a. á eigin reynslu af geðheilbrigðiskerfinu.
Árið 2015 kom út bók Héðinns Vertu Úlfur en hún fjallar um reynslu hans af því að greinast með geðsjúkdóm og ferðalagið í gegnum kerfið og samfélagið almennt. Sú bók var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2015. Saga hans hefur síðan öðlast líf á fjölum Þjóðleikshúsins þar sem sýningar standa yfir á leikverki sem byggir á bókinni. Þar er Björn Thors í hlutverki Héðins en leikstjóri er Unnur Ösp Stefánsdóttir. Á síðustu Grímuverðlaunum hlaut leikverkið hlaut 7, meðal annars fyrir sýningu og leikrit ársins sem og leikstjóra og leikara ársins.