Óhætt er að segja að mikil umræða hafi átt sér stað í samfélaginu í kjölfar tveggja nýlegra Kveiksþátta þar sem rædd voru hugtök eins og þolendaskömm, gerendameðvirkni og slaufunarmenning. Til að skilja betur hvað hvað er átt við með þessum hugtökum og til að setja umræðuna í stærra félagsfræðilegt samhengi fær Sigrún til sín þær Margréti Valdimarsdóttur dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og Sunnu Símonardóttur nýdoktor og aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Þær fara yfir umræðuna og mikilvægi þess að aðgreina annars vegar umræður um þolendur og hins vegar gerendur, ásamt því að velta fyrir sér hvernig við getum átt þetta sársaukafulla uppgjör með það að leiðarljósi að samfélagið verði á endanum betra samfélag fyrir öll kyn.