Þau Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, og Freyr Rögnvaldsson, upplýsingafulltrúi sama flokks, fóru yfir niðurstöður uppstillinganefnda stjórnmálaflokkanna og prófkjörs Pírata. Þáttastjórnendur höfðu enga stjórn á viðmælendum sínum sem óðu úr einu yfir í annað.
Þó var ljóst að Katrín Júlíusdóttir lagðist í óvænta vörn fyrir Bjarta Framtíð og vandræðaleg þögn tók yfir stúdíóið um leið og minnst var á Flokk fólksins. Einnig áttu þáttastjórnendur í snörpu rifrildi vegna nafnagiftar þáttarins, sem Valur Grettisson sagði vonlaust. Bjartmar minnti hann þó á að nafnið væri hans hugarsmíði og því gæti Valur sjálfum sér kennt um.