Stjórnendur Stóru málanna fóru gróflega yfir helstu fregnir síðustu viku. Svo virðist sem það megi varla blikka augunum, þá missir maður af stórviðburði. Farið var yfir stóra lögbannsmálið, sýslumaðurinn frá Patreksfirði krufinn til mergjar auk þess sem farið var yfir nýjustu skoðanakönnunina og hún borin saman við spá völvunar sem í þáttinn fyrir skömmu. Þar kom í ljós að kannanir eru að þokast í áttina að spá völvunnar og líklega munu þær stemma upp á milliprósent þegar talið verður upp úr kössunum. Þeir sem treystu á orð Vals Grettissonar og Bjartmars Alexanderssonar, og lögðu aleiguna undir með spádómin til hliðsjónar, eru því tveimur vikum frá því að verða milljónamæringar.
Meira handa þér frá Kjarnanum