Stefna Svíar á heimsyfirráð? Eru þeir að þvinga menningu sinni upp á brothættar menningarþjóðir eins og Íslendinga með Ikea og látlausri spilun á skelfilega leiðinlegum lögum með Abba? Má tala um menningarinnrás Svía í þessu samhengi?
Valur og Bjartmar ákváðu að fara á stúfana í Stóru málunum og kanna hvað Svíarnir vilja eiginlega og hversvegna þeir eru alltaf að þröngva menningu sinni upp á önnur lönd. Í ljós kom að Svíar eru meiriháttar vandamál á Álandseyjum, og má tala um að þar séu nokkurskonar sænsk „No-go Zone“.
Uppgötvunin var auðvitað nokkuð áfall fyrir þáttastjórnendur sem þó veigra sér ekki við að stinga á kýlum í samfélaginu. Því Stóru málin þora þegar aðrir þegja.