Gagnrýnir stöðu biskups: „Bæði biskup og fursti“

Davíð Þór Jóns­son, sókn­ar­prestur í Lauga­nes­kirkju gagn­rýnir stöðu bisk­ups sem er ekki ein­göngu and­legur leið­togi þjóð­kirkj­unnar á íslandi, heldur einnig fram­kvæmda­stjóri hennar eftir að kirkju­mála­ráðu­neytið var lagt nið­ur. Þetta kom fram í við­tali við Davíð Þór í hlað­varpi Kjarn­ans, Stóru Mál­in.



„Og þannig eru mál­efni ráð­herra komin á hendur bisk­ups, en fyrsta verk Lúth­ers var að taka eignir bisk­upa og afhenda furst­an­um. Og allt í einu sitjum við uppi með kaþ­óls­kasta og valda­mesta biskup frá siða­skiptum sem er í senn hug­mynda­fræð­ing­ur, upp­lýs­inga­full­trúi og fram­kvæmda­stjóri kirkj­unn­ar.“



Davíð bætir við að það ættu að vera eld­veggir þarna á milli. „Þá væri kannski heppi­leg­ast ef það yrði ráð­inn fram­kvæmda­stjóri og biskup sinnti sínu hlut­verki og þarna væru skýr skil á milli,“ útskýrði hann. 



Enn fremur kom fram að Davíð Þór er stuðn­ings­maður þess að ríki og kirkja verði aðskil­in, en þó að því gefnu að ríkið geri ein­hvers­konar samn­ing við kirkj­unnar vegna gríð­ar­legra eigna sem kirkjan átti þegar hún sam­ein­að­ist rík­inu á sext­ándu öld. Davíð segir þann samn­ing þó þann alversta sem hefði verið hægt að gera, í það minnsta af hálfu kirkj­unn­ar.



„Kirkjan yrði miklu sterk­ari, miklu sterk­ari, “ svar­aði hann aðspurður hvort kirkjan myndi ekki í raun efl­ast við það að vera sjálf­stæð.



„Og þá losnar maður líka við þetta ríkis­kirkju­bull,“ sagði Davíð og hélt áfram: „Lauga­nes­kirkja er til að mynda að verða 70 ára eftir tvö ár og okkur langar til þess að lappa upp á hana af því til­efni. Staðan nú er sú að það þarf að breiða plast yfir org­elið svo það rigni ekki á það í ákveð­inni vind­átt. Þessu væri hægt að redda fyrir fimmtán millj­ón­ir, en er samt okkur algjör­lega ofviða miðað við tekjur okk­ar. Við þyrftum í raun að leggja niður allt kirkju­starf á meðan ef þetta ætti að ganga upp.“



Spurður út þann mikla fjölda sem hefur sagt sig úr kirkj­unni frá árinu 2010, en þeir telja um 15 þús­und í dag, sagði Davíð Þór að kirkjan hefði sann­ar­lega farið í gefnum erfið mál­efni, og þar bæri bisk­ups­málið svo­kall­aða kannski hæst. En það afhjúpaði úrræða­leysi þjóð­kirkj­unnar þegar Ólafur Skúla­son biskup braut kyn­ferð­is­lega á nokkrum kon­um. Davíð segir að með­höndlun kirkj­unnar á mál­inu hafi stappað nærri yfir­hylm­ingu.



Hann bendir þó að kirkjan hafi tekið ræki­lega til á þessu sviði og úr varð fagráð sem Davíð Þór segir fag­að­ila líta til, þá sér­stak­lega eftir að umræðan tengdri #Meetoo kom upp.



„Og það er kannski áhuga­vert að sjá að kirkjan var ekki ein á báti varð­andi þessi mál, eins og í ljós hefur komið í kringum #meetoo umræð­una,“ ­segir Davíð sem trúir því að verk­lags­ferlar séu orðnir mun betri. En svo virð­ist sem fólk hafi ekki snúið aftur í kirkj­una sem sagði sig úr henni, þar sem fræðsla um þessi úrræði og umræða henni tengdri, væri ekki mik­il.



Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023