Stóru málin gerðu upp árið 2017 og var það einróma niðurstaða tveggja manna nefndar Stóru málanna að Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi velferðarráðherra, hafi verið stjórnmálamaður ársins. Þá var farið yfir klúður og bestu ákvarðanir stjórnmálamanna ársins og fimm steiktustu æði ársins sem heltóku Íslendinga. Þar kom mest á óvart óvæntur áhugi á heimilisþrifum á Snapchat.
Nokkuð var deilt um það hvort það hafi verið góð ákvörðun hjá Sigmundi Davíð að stofna Miðflokkinn auk þess sem viðskipti ársins reyndust vera rafmyntabrask. Sem einn þáttastjórnenda hagnaðist óvænt á í lok ársins.