Þrír eldri herramenn settu svip sinn á vikuna. Einn vegna þess að hann var einu kilói frá því að vera of feitur og deilt var um geðheilsu hans. Annar vegna þess að hann skilur ekki leikskóla. Og sá þriðji, vegna þess að hann les ekkI Fréttablaðið. Mennirnir öskruðu auðvitað á nærliggjandi ský og bölvuðu skilningsleysi heimsins á eigin aðstæðum.
Stóru Málin fóru víða. Þar var einnig rætt um kaldlyndi íbúa Bandaríkjanna gagnvart heimilislausu fólki og svo hvort það þyrfti raunverulega að baða gamalt fólk oftar en einu sinni í viku.