Stóru málin fengu oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Eyþór Laxdal Arnalds, í heimsókn til sín. Eyþór fór yfir helstu málin sem hafa staðið á honum í umræðunni undanfarnar vikur. Meðal annars borgarlínuna umdeildu og svo hvað hann á við með því þegar hann talar um að skera niður í stjórnsýslu borgarinnar. Líkti hann stjórnsýslunni við pítsu sem væri nær ómögulegt að fá nema að undangenginni megrunarkynningu.
Þá var nýr dagskrárliður kynntur til sögunnar, eða þýska hornið. Þar var meðal annars farið yfir samfélagsskyldu ungmenna í Þýskalandi og svo lögð til sú hugmynd að stofna stjórnmálaflokk sem hefði það eitt á stefnuskránni sinni að hugsa 60 ár til framtíðar en ekki fimmtán sekúndur.