Stóru málin – Reykvísk stjórnsýsla er eins og pítsa sem maður fær aldrei

Stóru málin fengu odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, Eyþór Lax­dal Arn­alds, í heim­sókn til sín. Eyþór fór yfir helstu málin sem hafa staðið á honum í umræð­unni und­an­farnar vik­ur. Meðal ann­ars borg­ar­lín­una umdeildu og svo hvað hann á við með því þegar hann talar um að skera niður í stjórn­sýslu borg­ar­inn­ar. Líkti hann stjórn­sýsl­unni við pítsu sem væri nær ómögu­legt að fá nema að und­an­geng­inni megr­un­ar­kynn­ingu.Þá var nýr dag­skrár­liður kynntur til sög­unn­ar, eða þýska horn­ið. Þar var meðal ann­ars farið yfir sam­fé­lags­skyldu ung­menna í Þýska­landi og svo lögð til sú hug­mynd að stofna stjórn­mála­flokk sem hefði það eitt á stefnu­skránni sinni að hugsa 60 ár til fram­tíðar en ekki fimmtán sek­únd­ur.

Auglýsing
Musk eyðir síðum Tesla og Space X útaf Facebook
Frumkvöðullinn Elon Musk hefur gripið til þess að eyða Facebook síðum Tesla og Space X og þannig tekið þátt í #DeleteFacebook.
24. mars 2018
Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað til 9. apríl
Hart hefur verið tekist á um málið, en útlit var fyrir að greidd yrðu atkvæði um það í dag.
23. mars 2018
Forsætisráðherra: Þingmenn hafa „málfrelsi“ og það ber að virða
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur stutt lækkun kosningaaldurs og hefur barist fyrir því máli á Alþingi í gegnum tíðina. Hún segir málið ekki hafa verið í stjórnarsáttmálanum, þar sem eining náðist ekki um það.
23. mars 2018
Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Kosningaaldur verður ekki lækkaður – Málþóf andstæðinga drepur málið
Nær engar líkur eru á því að það náist að greiða atkvæði um lækkun kosningaaldurs á þingi í dag vegna málþófs. Umtalsverður meirihluti virðist samt sem áður vera fyrir samþykkt málsins.
23. mars 2018
Arnaldur Sigurðarson
Fortíðarþráin þráláta
23. mars 2018
Frestur ríkisstjórnarinnar að renna út
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lagt fram 45 prósent þeirra frumvarpa sem þeir boðuðu með þingmálaskrá í upphafi nýs þings. Framlagningarfrestur nýrra mála rennur út um mánaðarmót.
23. mars 2018
Þorsteinn Már: Veiðigjöld taka ekki mið af núverandi aðstæðum
Forstjóri Samherja vill að íslenskur sjávarútvegur njóti sannmælis sem atvinnugrein. Hann bendir á að Orkuveita Reykjavíkur þurfi ekki að greiða sérstakt gjald fyrir afnot af vatnsauðlindum þrátt fyrir mikinn hagnað.
23. mars 2018
Alþingi breytir skilgreiningu nauðgunar
Alþingi hefur samþykkt frumvarp um breytingu á skilgreiningu nauðgunar í kynferðiskafla almennra hegningarlaga. Samkvæmt nýju lögunum eru öll tvímæli tekin af um að samþykki sé forsenda kynmaka.
23. mars 2018