Dagur B. Eggertsson kom í Stóru málin og útskýrði loksins söguna á bak við millinafnið sitt, en hann er einnig Bergþóruson. Þá fór hann yfir ævintýralega flókna glímu borgarinnar við eigendur AirBnB sem hafa sett húsnæðismarkaðinn á hliðina víða um Evrópu og ekki síst hér.
Þá var farið fyrir menntamálin sem Dagur segir að þurfi á endurskoðun að halda að einhverju leytinu til. Hann efast þó um að PISA könnunin sé að mæla námsárangur unglinga rétt sökum áhugaleysis þeirra á prófinu sjálfu.
Stóru málin brydda líka upp á nýjung í þættinum, sem er fréttir vikunnar, þar sem farið var yfir pólitíska sviðið með gjörsamlega óábyrgum hætti.