Stóru málin fengu til sín Ögmund Jónasson sem hélt umdeilt málþing í Safnahúsinu á dögunum. Þar kom Vanessa Beely, sem er titluð sem blaðamaður, en hún hefur verið sökuð um að dreifa falsfréttum um Hvítu hjálmana og að vera höll undir Assad, forseta Sýrlands.
Það voru engin vettlingatök í spjallinu við Ögmund sem svaraði sjálfur hraustlega á móti og sagði eðlilegt að öll sjónarmið kæmu fram þegar kæmi að þessu skelfilega stríði sem virðist ætla að verða upplýsingaóreiðunni að bráð.