Stóru málin ræddu við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, nýjan oddvita Viðreisnar, um helstu áherslur flokksins sem býður nú fram í fyrsta skiptið í sveitastjórnarkosningum.
Þórdís Lóa er meðal annars systir Heru Bjarkar, Eurovision-söngvara, en það gafst náttúrulega enginn tími til þess að ræða það í þættinum. Þá var Þórdís Lóa dagskrágerðarkona á Hringbraut með þáttinn Lóa og lífið, en það náðist reyndar ekki heldur að ræða það sérstaklega. Hún rak svo átta Pizza-Hut staði í Finnlandi í um tíu ár ásamt eiginmanni sínum. Við minnumst á það í blálokin. Svo var hún forstjóri rútubílafyrirtækisins Gray Line til skamms tíma. En það var ekkert minnst á það í viðtalinu.
Við náðum hinsvegar að ræða lítillega um stöðu aldraðra og menntamálin, en Þórdís Lóa vill meðal annars meiri nýsköpun inn í menntakerfið. En það var ekki farið neitt sérstaklega djúpt í það. En Þórdís Lóa var sem sagt í Stóru málunum. Góða skemmtun.