Stóru málin ákváðu að hvíla gestina í þetta skiptið og rífast um allt það sem engu máli skiptir. Þannig var farið í harkalegt rifrildi yfir hinu gjörsamlega misheppnaða átaki biturra feðra sem kallaðist #daddytoo. Valur og Bjartmar voru vægast sagt ósammála því hvort það ætti að refsa tálmunarforeldrum með fangelsisvist eða öðrum hætti en voru samt sem áður sammála um að birtir feður þyrftu að tala meira um börnin sín og minna um þöggunarsamsærið sem þeir sjá í hverju horni.
Þá var farið yfir upplýsingaóreiðuna í Sýrlandi. Eins ræddu þáttastjórnendur vel heppnaðn spuna vinstri manna um Sjálfstæðisflokkinn sem og spunamaskínu skrímsladeildarinnar.