Stóru málin ákváðu að gera hlé á umræðunum um höfuðborgina og beina sjónum sínum að dramatískum vendingum á landsbyggðinni.
Sérlegur fréttaritari Stóru málanna, og blaðamaður hjá Fréttablaðinu, Sveinn Arnarson, kom og aðstoðaði okkur að rýna í málin á landsbyggðinni, en sjálfur er hann búsettur á Akureyri, auk þess sem hann hefur fjallað af miklum móð um stjórnmál í Fréttablaðinu.
Á meðal þess sem bar á góma var einkennileg barátta Selfyssinga fyrir ljótari bæ, Vestmannaeyjadramanu sem er á sjeikspírísku stigi og svo að lokum var rýnt í þá sterku tilhneygingu Akureyringa til þess að kjósa Framsóknarflokkinn.