Stóru málin – Pólitísk vinslit í Vestmannaeyjum og fagurfræði Selfyssinga

Stóru málin ákváðu að gera hlé á umræð­unum um höf­uð­borg­ina og beina sjónum sínum að dramat­ískum vend­ingum á lands­byggð­inni.

Sér­legur frétta­rit­ari Stóru mál­anna, og blaða­maður hjá Frétta­blað­inu, Sveinn Arn­ar­son, kom og aðstoð­aði okkur að rýna í málin á lands­byggð­inni, en sjálfur er hann búsettur á Akur­eyri, auk þess sem hann hefur fjallað af miklum móð um stjórn­mál í Frétta­blað­inu.

Á meðal þess sem bar á góma var ein­kenni­leg bar­átta Sel­fyss­inga fyrir ljót­ari bæ, Vest­manna­eyja­dramanu sem er á sjeik­spírísku stigi og svo að lokum var rýnt í þá sterku til­hn­eyg­ingu Akur­eyr­inga til þess að kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Auglýsing