Stóru málin fengu til sín fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, Jón Gnarr, til þess að fara yfir niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna. Þar sagði Jón Gnarr að Vigdís Hauksdóttir hefði verið eini frambjóðandinn sem reyndi að vera fyndinn og skemmtilegur en allir voru sammála um að niðurstaða kosninganna væru full ógreinileg og erfitt að lesa sérstaklega breytingar í tölurnar. Þannig urður úrslitin fljótlega keppni í rangtúlkunum frambjóðenda. Niðurstaðan virðist vera tvö léleg partý, þar sem ókeypis áfengi er í boði í öðru, en Vigdís Hauksdóttir í hinu.
Þá sagði Jón Gnarr að stemningin hjá Sósíalistum væri svipuð og hjá honum sjálfum þegar hann reyndi að vera alvöru pönkari í gamla daga. Þannig hefði allt breyst í keppni í að vera mesti sósíalistinn.