Tæknivarpið er í umsjá Gunnlaugs Reynis Sverrissonar og Atla Más Yngvasonar. Þeir fjalla um hvernig þeir nálgast umfjallanir á tækjum og meðmæli með þeim. Hvað er það sem fólk er að leita að í snjallsímum og veit fólk yfir höfuð hvað það vill? Á að kaupa það dýrasta eða eru góð tæki í boði undir 100.000 kr?