Andrés Jónsson almannatengill og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, eru gestir Gunnlaugs Reynis í Tæknivarpinu í dag. Þeir ræða Þeir ræða áhrif samfélagsmiðla á pólitíska umræðu út frá fréttum síðustu vikna. Einnig ræða þeir breytingar á fjölmiðlaumhverfinu með tilkomu almennrar snjallsímaeignar og samfélagsmiðla. Að lokum útskýrir Þórður af hverju Kjarninn birtir ekki bara öll Panamaskjölin.

 
              
             
                
              
             
              
             
                
              
             
                
              
             
                
              
             
                
              
             
					 
                 
              
          
 
              
          



