Gunnlaugur Reynir og Atli Stefán ræða við blaðamennina Sæunni Gísladóttur og Samúel Karl Ólason í þætti dagsins. Umfjöllunarefni þáttarins er ársfjórðungsuppgjör Apple og staða fyrirtækisins. Sæunn og Samúel skrifuðu áhugaverða grein á Vísi um stöðu Apple og aðra um uppgjör samfélagsrisans Facebook. Hvað þýðir nýjasta reikningsuppgjör Apple fyrir fyrirtækið og markaðinn í heild? Eru engir eftir í heiminum til í að kaupa iPhone?